Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Ráðgjafi hjá KPMG

Hildur hefur yfir 20 ára reynslu af starfi fyrir félagasamtök bæði sem sjálfboðaliði og starfsmaður. Hún hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ og framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga en hefur einnig starfað fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg og European Youth Forum. Hildur starfar nú sem ráðgjafi hjá KPMG og leggur áherslu á ráðgjöf um hlutverk og ábyrgð stjórna í félagasamtökum, uppbyggingu og innra starf félagasamtaka. 

Hildur er með MA próf í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi.