Hilary Oliver

Stjórnendamarkþjálfi (PCC) framkvæmdastjóri alþjóðadeildar ICF

Hilary Oliver hefur leitt nám í markþjálfun við Opna háskólann í HR ásamt Cheryl Smith frá árinu 2012. Hilary er reyndur stjórnendamarkþjálfi og hefur þjálfað stjórnendur frá öllum heimshornum og á mörgum stigum stjórnunar. Í seinni tíð hefur hún sérhæft sig í því að þjálfa unga leiðtoga sem vilja styrkja sig sem stjórnendur til að sinna geta betur sinnt stjórnunarstöðum. 

Eftir langan starfsferil hjá bæði stórum fyrirtækjum og minni nýsköpunarfyrirtækjum hefur Hilary öðlast mikla innsýn í kröfurnar sem gerðar eru á vinnustöðum. Sem stjórnendamarkþjálfi telur hún að allir  stjórnendur ættu að vera markþjálfar að einhverju leyti, burtséð frá því hver starfstitill þeirra er.