Herdís Pála Pálsdóttir

Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi

Herdís Pála starfar sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte á Íslandi. Samhliða því sinnir hún kennslu, fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi, ráðgjöf og markþjálfun, auk þess sem hún birtir reglulega greinar um stjórnun, mannauðsstjórnun, leiðtogafræði og Self-Leadership. 

Herdís Pála hefur um 18 ára reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar hjá RB. Hún starfaði einnig hjá Byr hf. (áður Byr sparisjóður), Íslandsbanka og IMG (síðar Capacent). Einnig hefur hún setið í ýmsum stjórnum fyrirtækja, góðgerðar- og félagasamtaka. 

Herdís Pála er með MBA gráðu frá UNH í Bandaríkjunum og B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands, auk þess sem hún hefur lokið námi í markþjálfun frá HR. Hún er með gilda alþjóðlega vottun frá ICF sem markþjálfi og fékk nýlega vottun til að vinna með bandarísku áhugasviðskönnunina Self-Directed Search (SDS).