Haukur Skúlason

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Haukur lauk MBA gráðu í fjármálum frá Rice University, Jesse H. Jones Graduate School of Management árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2001.

Haukur er framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins indó. Fyrir það starfaði Haukur í 10 ár hjá Glitni og Íslandsbanka. Frá árinu 2013 vann hann sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka. Þá gegndi hann stöðu forstöðumanns framtaksfjárfestinga hjá VÍB. Einnig hefur Haukur verið forstöðumaður í greiningu og stefnumótun á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Haukur hefur einnig setið sem stjórnarformaður FAST-1 slhf. og stjórnarmaður hjá Kreditkortum hf. Þar áður var hann stjórnarmaður í Frumtaki frumkvöðlasjóði.