Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Deildarforseti íþróttafræðideildar HR. PhD
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir er deildarforseti íþróttafræðideildar HR.
Hafrún situr í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hún lék handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki að baki með meistaraflokki félagsins sem og landsliði Íslands.
Hafrún varði doktorsritgerð sína í Læknavísindum árið 2015. Útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 en meistaraverkefni hennar var á sviði íþróttasálfræði. Áður en Hafrún hóf störf í HR starfaði hún sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans.