• Gyða Dröfn Tryggvadóttir portrett

Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Lýðheilsufræðingur EMPH

Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Hún er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið námi í meðvirknifræðum Piu Mellody (PIT - Post Induction Therapy), sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni þróast í uppvextinum vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra.
Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center. Kjarninn í Zen er hugleiðsluiðkun þar sem hugur og líkami eru í kyrrð og athyglin beinist að því sem á sér stað hér og nú. Iðkunin veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á okkur sjálfum og lífi okkar.