Gestur Pálmason

Stjórnenda- og teymisþjálfari

Gestur er lögreglu- og sérsveitarmaður til 16 ára. Hann hefur leitt ýmis verkefni í löggæslu þvert á stofnanir og landamæri með eftirtektarverðum árangri og hefur undanfarin misseri starfað sem stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Complete í Bretlandi. Hann var hópstjóri í Smitrakningarteymi Sóttvarnarlæknis og Almannavarna í COVID-19 faraldrinum samhliða teymisþjálfun og þjálfun leiðtoga um allan heim í öllum geirum og stigum mannlegs lífs.