Fannar Guðmundsson

Sjálfstætt starfandi

Fannar Guðmundsson lauk BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og MSc gráðu frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) árið 2013.

Undanfarin fjögur ár hefur Fannar æft spuna og er hann meðlimur í sýningarhópi Improv Ísland. Á þessum tíma hefur hann þjálfað spunalið, sótt námskeið við UCB í Los Angeles og tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Improv Ísland. Fannar hefur um árabil verið í sjálfstæðum atvinnurekstri og komið að stofnun nokkurra fyrirtækja. Hann starfaði áður hjá Arctica Finance og Arion banka í fyrirtækjaráðgjöf og áhættustýringu. Fannar hefur undanfarin ár starfað mikið við kennslu, bæði í meistaranámi við hagfræðideild Háskóla Íslands og sem stærðfræðikennari við Verzlunarskóla Íslands.