Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Ráðgjafi

Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem og úr háskólasamfélaginu. Hann starfar nú sem ráðgjafi og leiðbeinandi. Elmar lærði sáttamiðlun við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum og sinnti þar sáttamiðlun. Þá hefur Elmar lokið framhaldsþjálfun í sáttamiðlun í viðskiptalegum deilum hjá Lögmannafélaginu í New York.

Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie.