Einar Örn Davíðsson

Hdl. og sjálfstætt starfandi lögmaður

Einar Örn stundaði laganám við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu og Háskóla Íslands, og útskrifaðist árið 2001 sem Cand. jur. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2003 og varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2005.

Einar Örn hefur meðal annars starfað hjá hagsmunasamtökum atvinnurekenda og fjármálastofnunum.