• Edvald Möller

Dr. Eðvald Möller

Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Eðvald er með PhD gráðu í verkfræði frá Imperial College London, með MSc-gráðu í iðnaðar- og rekstarverkfræði frá KTH Royal Institute of Technology, Svíþjóð og MBA gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og fjármál fyrirtækja frá Management School of Edinburgh. 

Sérsvið hans eru á sviði aðgerðarannsókna, rekstrar- og vörustjórnunar, tölfræði, líkana- og áætlanagerða, arðsemismats og verkefnastjórnunar. Ásamt því að stunda fræðilegar rannsóknir hefur Eðvald unnið sem ráðgjafi með íslenskum og erlendum fyrirtækjum og komið að verkefnum á sviði verkefnastjórnunar, vörustjórnunar, áætlunargerðar og hönnun rekstrar- og bestunarlíkana fyrir fyrirtæki og stofnanir. 

Eðvald hefur skrifað nokkrar bækur eins og Handbók viðskiptamannsins og Verkefnastjórnun.