• Þröstur Ólaf Sigurjónsson

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson

Dósent við viðskiptadeild HR og Copenhagen Business School

Þröstur Olaf er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Copenhagen Business School. Þröstur hefur kennt stefnumótun á grunn- og meistarastigi háskóla um árabil. Hann hefur unnið að stefnumótun fyrir fyrirtæki í flestum atvinnugreinum, sem sjálfstæður ráðgjafi meðfram starfi sínu hjá HR og CBS en áður fyrir KPMG á Íslandi og PWC í Danmörku.

Rannsóknir Þrastar eru á sviði stjórnarhátta fyrirtækja, siðferðis og stefnumótunar og eftir hann hafa birtst fjölmargar greinar í alþjóðlegum fagtímaritum og bókum. Þröstur er forstöðumaður Stofnunar um Stjórnarhætti við Háskólann í Reykjavík.