Dr. Steinunn Hrafnsdóttir

Prófessor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands

Steinunn hefur áralanga reynslu af því að starfa í stjórnum félagasamtaka og hefur sérhæft sig í stjórnun og rekstri þeirra. Hún hefur setið í stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, Foreldrahúss/Vímulausrar æsku og Ísforsa, samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf.
Steinunn er varadeildarforseti Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og kennari við deildina. Hún var deildarforseti frá 2011 til 2014.

Steinunn lauk doktorsvörn við University of Kent árið 2004 í félagsráðgjöf. Árið 1991 lauk hún meistaraprófi í stjórnun við sama háskóla.