• Portrett Ómar Hlynur Kristmundsson - prófessor í HÍ

Dr. Ómar H. Kristmundsson

Prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Dr. Ómar H. Kristmundsson er prófessor í opinberri stjórnsýslu og opinberri stefnumótun við Háskóla Íslands. Sérhæfing Ómars er í stjórnun og stefnumótun innan þriðja geirans og félagasamtaka þar sem hagnaður er ekki höfuðmarkmiðið (non-profit organizations). Hann hefur einnig gengt stöðu forseta Rauða krossins á Íslandi (2006-2008), verið skrifstofustjóri og staðgengill forstjóra á Barnaverndarstofu (2001-2003), starfað sem sérfræðingur innan Fjármálaráðuneytisins (1992-1999) og innan Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins (1983-1986).