Dr. Joanne Watson
Prófessor við Deakin University
Dr. Jo Watson hefur starfað með fötluðum í yfir 30 ár sem stuðningsfulltrúi, talmeinafræðingur, fræðimaður og vísindamaður og er talsmaður fólks sem á erfitt með tjáningu.
Dr. Watson hefur starfað í Hong Kong, Kína, Bandaríkjunum og Ástralíu og er þekkt víða um heim sem sérfræðingur í ákvarðanatökuferlum, sérstaklega í aðstæðum fólks með flóknar samskiptaþarfir og vitsmunalega fötlun.
Dr. Watson hefur víða birt og kynnt efni sem varðar þroskahamlað fólk sem ekki hefur tök á að nota tal til tjáskipta. Hún starfar nú sem dósent við Deakin háskólann í Ástralíu, þar sem hún sinnir rannsóknum og stýrir framhaldsnámi í fötlunarfræði.