Cheryl Smith

MCC Executive Coach, MA í stjórnun og forstjóri Leadscape Learning

Cheryl Smith hefur starfað með leiðtogateymum í yfir 15 löndum í fimm heimsálfum. Hún hefur kennt í markþjálfunarnámi Opna háskólans í HR frá árinu 2010. Hún er einn fyrsti markþjálfinn til að öðlast viðurkenningu ICF (International Coach Federation).

Eftir að hafa starfað við markaðssetningu og stjórnun hjá IBM, hóf Cheryl að þróa sín eigin stjórnendanámskeið þar sem hún nýtir þessa reynslu og þá innsýn sem hún hefur í starfsemi fyrirtækja.

Cheryl er með meistaragráðu í stjórnun og þjálfun (e. Leadership and Training) frá Royal Roads háskólanum í Victoria, Kanada. Hún er jafnframt kennari við háskólann. Cheryl var aðstoðarforstjóri hjá Corporate Coach U og stofnaði nýlega Leadscape Learning Inc., þar sem stjórnendur geta sótt námskeið til að þjálfa sig í því að byggja upp aðra leiðtoga.