Bjarni Herrera Þórisson

Framkvæmdastjóri Circular Solutions

 

Bjarni Herrera er framkvæmdastjóri og einn eigenda CIRCULAR Solutions sem sérhæfir sig í sjálfbærni og UFS málum. CIRCULAR hefur m.a. komið að flestum sjálfbærum skuldabréfum á Íslandi hjá t.d. Landsvirkjun, OR, Reykjavíkurborg og Félagsbústöðum. Þá kom CIRCULAR einnig að fyrsta græna innlánsreikningnum hjá Arion banka. Bjarni starfaði áður sem ritari stjórnar Arion banka og er með gráðu í lögfræði og MBA frá Yonsei háskóla í Seoul.