Áslaug Björgvinsdóttir

HDL., LL.M., CIPP/E

Áslaug er héraðsdómslögmaður og einn af eigendum LOGOS. Hún sérhæfir sig í persónuvernd og hefur unnið á því sviði frá árinu 2007. Áslaug hefur mikla reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana og hefur leitt fjölda fyrirtækja í gegnum úttektir á vinnslu persónuupplýsinga og greiningu á því til hvaða úrræða fyrirtæki hafa þurft að grípa í tengslum við nýtt persónuverndarregluverk. Þá gegnir Áslaug hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir ýmis einkafyrirtæki og opinberar stofnanir. Áslaug hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd og birt greinar á því sviði. Þá hefur Áslaug hlotið vottun sem persónuverndarsérfræðingur frá IAPP. Annað sérsvið hennar er hugverkaréttur, einkum höfundaréttur og vörumerkjaréttur, og er Áslaug með LL.M. gráðu í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla.