• Anna Helga Jónsdóttir

Anna Helga Jónsdóttir

Dósent í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Anna Helga lauk BS-prófi í vélaverkfræði frá HÍ vorið 2003, meistaraprófi í hagnýttri stærðfræði frá DTU haustið 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands 2015.

Hún hefur kennt tölfræði við DTU og HÍ síðan vorið 2006 og komið að námsefnisgerð í báðum skólum. 

Sérsvið Önnu Helgu er tölfræðikennsla og þróun kennsluhugbúnaðar.