Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Gæðastjóri Verkís
Agnes er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í framleiðslutæknifræði frá Háskóla Suður Danmerkur í Sönderborg.
Agnes starfaði sem Lean sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli á árunum 2006-2014. Hún hefur einnig reynslu sem stjórnarmaður, stjórnunarráðgjafi, fyrirlesari og hefur sinnt stundakennslu í stjórnun á háskólastigi í Finnlandi og Íslandi – ma. í MPM námi við HR.
Agnes er aðalhöfundur bókarinnar Afburðaárangur (2007) og Afburðastjórnun (2017). Bækurnar fjalla um árangursríkar stjórnunarkenningar og stjórnunaraðferðir í fyrirtækjarekstri og innihalda fjölmörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi.
Agnes starfar nú sem gæðastjóri Verkís. Þar hefur hún umsjón með fagþróunarsetri í verkefnastjórnun auk þess að sjá um umbótastarf og þróun ferla.