• Aðalheiður Sveinsdóttir

Aðalheiður Sveinsdóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi og starfar sem mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum við stefnumótun og ráðgjöf. Hún hefur sérhæft sig á sviði straumlínustjórnunar og unnið við innleiðingu aðferðarinnar hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Hún hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki við að straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja stjórnendur og starfsmenn í breytingum. Aðalheiður er með MBA og BA í heimspeki auk þess að vera markþjálfi og einkaþjálfari.
Aðalheiður hefur kennt við Opna háskólann í HR og haldið fjölmarga fyrirlestra um straumlínustjórnun og markþjálfun.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún hefur meðal annars unnið sem stjórnandi og verkefnastjóri hjá Arion banka, Tækniskólanum, World Class og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.