Home/Kjarni markaðsfræðinnar – Principles of Marketing
Stjórnunarfærni Leiðtogafærni

Markaðssérfræðingurinn

Kjarni markaðsfræðinnar - Principles of Marketing

Námskeiðið Grunnatriði markaðssetningar samanstendur af fyrirlestrum og ítarefni um hvað markaðsfræðin er, markaðsetningu, markað, sprengivöxt, heildræn markaðsmál og hvernig markaðsfræðin er að breytast.

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
40.000 kr.
Lengd:

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Námskeiðið Grunnatriði markaðssetningar samanstendur af fyrirlestrum og ítarefni um hvað markaðsfræðin er, markaðsetningu, markað, sprengivöxt, heildræn markaðsmál og hvernig markaðsfræðin er að breytast.

Um námskeiðið

Opni háskólinn í HR og Rannsóknarsetur HR í markaðssfræðum og neytendasálfræði (CRMC) bjóða netnám á eigin hraða (e. online and self-paced) í markaðsfræði.

Námið er hagnýtt, sem þýðir að fólk sem vinnur við markaðsstörf eða vill auka færni sína til frekari starfa í markaðsmálum, getur vel sótt námið með vinnu. 

Að loknu náminu fær þátttakandi viðurkenningu frá Opna háskólanum og Rannsóknarsetri HR í markaðsfræðum og neytendasálfræði um að hafa staðist kröfur námskeiðsins. 

Markmið og ávinningur með náminu felur í sér:

  • Markmið námsins er að þjálfa og fræða þátttakendur að verða sérfræðingar í markaðsmálum og geta tekið að sér stjórnun markaðsstarfa og verið virkir, verðmætir þátttakendur í markaðsstörfum.
  • Markmið námsins er að þátttakendur hafi aukið hæfni sína og getu til að starfa að markaðsmálum
  • Markmið námsins er að vera hvetjandi, sýna nýjar leiðir, til að þjálfa, til að auka áhuga og kraft til markaðsstarfa

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað fyrir fólk með áhuga á markaðsmálum

  • Námskeiðið er fyrir alla þá sem vinna í markaðsmálum
  • Fyrir alla þá sem langar til að vinna að markaðsmálum
  • Fyrir fólk starfar að samskipta- og kynningarmálum
  • Fyrir fólk sem starfar á eftirspurnarhlið í fyrirtækjum
  • Fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á markaðsmálum

Skipulagið

Námskeiðið fer fram á netinu. Þátttakendur vinna námskeiðið á eigin hraða í gegnum lærdómskerfi Opna háskólans.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar  Sigurðsson);

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD

Deila námskeiði:

Go to Top