Home/Hagnýt siðfræði – stafrænt
Stafrænt fjarnám Stjórnun og leiðtogafærni

Stafræn námskeið

Hagnýt siðfræði - stafrænt

Í hagnýtri siðfræði er farið yfir helstu kenningar í siðfræði og hvernig má nýta hagnýta siðfræði í ákvarðanatöku og uppbyggingu siðareglna og samskiptasáttmála.

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
15.000 kr.
Lengd:

1 klst.

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Í hagnýtri siðfræði er farið yfir helstu kenningar í siðfræði og hvernig má nýta hagnýta siðfræði í ákvarðanatöku og uppbyggingu siðareglna og samskiptasáttmála.

Um námskeiðið

Hvaða ákvörðun á ég að taka? Hvað er siðferðilega rétt að gera í þessum aðstæðum? Hvað þýðir það að beita gagnrýnni hugsun? Hvað er rétt að hafa í huga þegar við setjum upp siðareglur?

Í krefjandi umhverfi eru æ ríkari kröfur gerðar til fyrirtækja og stofnanna um að starfsemi þeirra einkennist af fagmennsku og samfélagslegri ábyrgð. Einn stærsti þátturinn í þeirri vegferð er að þekkja lykilatriði í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Mikilvægt er að þegar siðareglur og/eða samskiptasáttmálar eru innleiddir í fyrirtæki og stofnanir séu lykilþættir siðfræðinnar hafðir að leiðarljósi til að tryggja fagmennsku og farsæla niðurstöðu.

Að breyta siðferðislega verður sífellt rétt mikilvægara í viðskiptalífinu. Að nálgast viðfangsefni með gagnrýnum hætti og hafa fagmennsku að leiðarljósi við ákvarðanatöku skiptir öllu máli. Í námskeiðinu verður farið yfir nokkur lykilatriði siðfræðinnar með hagnýtum og praktískum hætti. Þannig gefst þáttakendum verkfæri sem geta nýst þeim í alls konar aðstæðum. 

Námskeiðið byggir á yfirferð á lykilþáttum siðfræðinnar með hagnýtum hætti, hvernig má innleiða gagnrýna hugsun enn frekar í verkfærakistu sína og til hvers ber að líta við uppsetningu á siðareglum innan fyrirtækja og stofnana. Loks verður farið yfir þá þætti sem nauðsynlegt er að líta til þegar taka þarf ákvarðanir, jaftn stórar sem smáar, út frá siðferðilegri nálgun. 

Markmið og ávinningur þátttakenda af námskeiðinu:

•    Auking þekking á grundvallarkenningum í siðfræði og hvernig hægt er að nýta þær við uppbyggingu á siðareglur og/eða samskiptasáttmála
•    Aukin færni í því að beita gagnrýnni hugsun í ákvarðanatöku
•    Aukin þekking á því hvernig rétt er að setja upp og innleiða siðareglur með árangursríkum hætti 
•    Færni við að beita siðfræðilegri nálgun við ákvarðanatöku sína
 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka þekkingu sína á lykilhugtökum siðfræðinnar og færni sína að taka ákvarðanir með siðfræði að leiðarljósi.

Skipulagið

Námskeið er stafrænt. Það er alltaf opið og hver þátttakandi vinnur á sínum tíma og hraða.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Leiðbeinendur

Elmar Hallgríms Hallgrímsson);

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfelagi

Deila námskeiði:

Go to Top