Home/Hagnýt verkefnastjórnun – stjórnendur og leiðtogar
100% fjarnám Stafrænt fjarnám Stjórnun og leiðtogafærni Fjármál og rekstur

Stafræn námskeið

Hagnýt verkefnastjórnun - stjórnendur og leiðtogar

Verkefni sem eru með skýrt upphaf, afmarkaðan líftíma og skilgreind aðföng verða sífellt stærri hluti af vinnudeginum og sífellt veigameiri þáttur í efnahagslífinu. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að auka færni sína í verkefnastjórnun og styrkja samhliða þekkingu á leiðtogahlutverki verkefnastjórans.

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
85.000 kr.
Lengd:

6 klst

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Verkefni sem eru með skýrt upphaf, afmarkaðan líftíma og skilgreind aðföng verða sífellt stærri hluti af vinnudeginum og sífellt veigameiri þáttur í efnahagslífinu. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að auka færni sína í verkefnastjórnun og styrkja samhliða þekkingu á leiðtogahlutverki verkefnastjórans.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu vinnur Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson með kjarnaþætti verkefnastjórnunar og fer yfir leiðtogahlutverk verkefnastjóra, segir frá aðferðum og leggur fyrir verkefni, sem eru til þess ætluð að auka færni þátttakenda í undirbúningi, við áætlunargerð og til að fylgja eftir framvindu verkefna með áherslu á leiðtogahlutverkið í verkefnum.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunnþáttum hagnýtrar verkefnastjórnunar, bæði út frá því sem oft er kallað "hefðbundin verkefnastjórnun" og einnig er farið yfir nýrri strauma þar sem Agile aðferðir og leiðtogafærni koma við sögu. 

Skipulagið

Það tekur um sex klukkustundir að fara yfir efni námskeiðsins því verkefnavinna tekur okkur mislangan tíma, meiri eftir því sem við vöndum okkur betur. Verkefni í verkefnahlutanum eru ellefu talsins og þau geta tekið frá 10-30 mínútna hvert, en vinnuskjöl fylgja með, þátttakendum til hægðarauka.

Í lok námskeiðsins gefst tækifæri á að meta þekkinguna og færnina sem þú hefur náð að tileinka þér í gegnum efni þess með því að leysa verkefnin sem eru í verkefnahluta námskeiðsins.

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Leiðbeinendur

Deila námskeiði:

Go to Top