Home/Fjármálalæsi – Sparnaður og fjárfestingar
Leiðtogafærni

Stafræn námskeið

Fjármálalæsi - Sparnaður og fjárfestingar

Ákvarðanir okkar um sparnað og fjárfestingar geta verið meðal stærstu og kannski mikilvægustu fjármálalegu ákvarðana sem við tökum á lífsleiðinni. Fjármálalæsi með áherslu á sparnað og fjárfestingar stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum.

Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði og leitað skilnings á kjarnaþáttum þannig að sparnaður og fjárfestingar séu ekki framandi og fjarlæg viðfangsefni heldur frekar hefðbundinn partur af venjulegu lífi. 

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
15.000 kr.
Lengd:

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Ákvarðanir okkar um sparnað og fjárfestingar geta verið meðal stærstu og kannski mikilvægustu fjármálalegu ákvarðana sem við tökum á lífsleiðinni. Fjármálalæsi með áherslu á sparnað og fjárfestingar stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum.

Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði og leitað skilnings á kjarnaþáttum þannig að sparnaður og fjárfestingar séu ekki framandi og fjarlæg viðfangsefni heldur frekar hefðbundinn partur af venjulegu lífi. 

Um námskeiðið

Áhugi og löngun til að spara og fjárfesta kann að vera persónubundin og ástæðan kannski sú, við fyrstu sýn, að hvoru tveggja kann að virðast fjarlægt viðfangsefni. Þegar betur er að gáð geta sparnaður og fjárfestingar verið hversdagslegar og fyrirhafnarlausar ákvarðanir. 

Námskeiðið skiptist í tvo megin kafla sem sérfræðingar segja frá og útskýra

  • Bankareikningar og innistæður
  • Fjárfestingakostir

Í hverjum kafla námskeiðsins segja sérfræðingar frá þeim lykilatriðum sem þarft er að kunna. Verkefni og æfingar tengdar hverju atriði eru síðan lagðar fyrir til að tryggja skilning á viðfangsefninu.  

 

Sérfræðingar á námskeiðinu koma frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þeir miðla af þekkingu sinni á fjárfestingum og sparnaðarleiðum.

 

Meðal þeirra þekkingaratriða sem farið verður yfir eru fjárfestingar í sjóðum, hlutabréfum og og fasteignum auk þess sem rafmyntir verða kynntar. 

Fyrir hverja er námskeiðið

Það eru Opni háskólinn í HR og Fjármálavit unnu saman að gerð námskeiðsins sem er öllum opið.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur geti aukið fjármálalæsi sitt og þannig tekið upplýstari ákvarðanir í fjármálum, með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. 

Námskeiðið er eitt af þremur um Fjármálalæsi, en þau eru

  1. Fjármál heimilisins
  2. Sparnaður og fjárfestingar
  3. Lán

Námskeiðin eru fyrir þau sem vilja auka skilning sinn á þessum viðfangsefnum. Þeim er ætlað að byggja upp þekkingu þátttakenda á þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa helst að styrkja þekkingu sína í.

Hægt er að kaupa hvert námskeið stakt eða kaupa þau saman í braut.

Skipulagið

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim.  

Kristján Arnarsson  tekur á móti þátttakendum, segir frá skipulaginu og leiðir inn sérfræðingana sem segja frá og auka skilning þátttakenda á sparnaði og fjárfestingum. 

Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans í HR.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?

Kannaðu málið

Leiðbeinendur

Kristján   Arnarsson);

Kristján Arnarsson

Stærðfræðikennari og MS í fjármálum fyrirtækja

Jóhanna Erla Birgisdóttir);

Jóhanna Erla Birgisdóttir

Vörueigandi | Þjónustuupplifun og sala

Gunnar  Baldvinsson);

Gunnar Baldvinsson

Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins

Snædís Ögn Flosadóttir);

Snædís Ögn Flosadóttir

Framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ, rekstrarstjóri Lífeyrisauka

Eiríkur Ásþór Ragnarsson);

Eiríkur Ásþór Ragnarsson

Hagfræðingur hjá Frontier Economics

Deila námskeiði:

Go to Top