
Stafræn námskeið
Fjármálalæsi - Lán og lánshæfi
Lántaka er mjög almenn og flestir taka lán einhvern tíma á lífsleiðinni. Á þessu námskeiði um lántöku förum við forsendur fyrir lántöku, skoðum ýmsar hliðar lána og kynnum okkur sérstaklega lánshæfismat. Lántaka er skuldbinding og mikilvægt að taka eingöngu lán sem við höfum greiðslugetu til að standa við skuldbindinguna.
Fjármálalæsi með áherslu á sparnað og fjárfestingar stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum.
Stafrænt nám
Stutt lýsing
Lántaka er mjög almenn og flestir taka lán einhvern tíma á lífsleiðinni. Á þessu námskeiði um lántöku förum við forsendur fyrir lántöku, skoðum ýmsar hliðar lána og kynnum okkur sérstaklega lánshæfismat. Lántaka er skuldbinding og mikilvægt að taka eingöngu lán sem við höfum greiðslugetu til að standa við skuldbindinguna.
Fjármálalæsi með áherslu á sparnað og fjárfestingar stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum.
Um námskeiðið
Lán geta aukið lífsgæði og gert fólki kleift að gera og framkvæma stærri verkefni í lífinu t.a.m. að eignast þak yfir höfuðið.
Á námskeiðinu eru tveir megin kaflar sem sérfræðingar segja frá og útskýra, en það eru
- Lán
- Lánshæfismat
Í hvorum kafla námskeiðsins segja sérfræðingar frá þeim lykilatriðum þarft er að kunna, svo sem tegundir lána, lánstíma, afborganir og tengd fjármálahugtök. Námskeiðin eru fyrir þau sem vilja auka skilning sinn á þessum viðfangsefnum. Þeim er ætlað að byggja upp þekkingu þátttakenda á þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa helst að styrkja þekkingu sína í.
Við fáum verkefni og æfingar til að fást við til að byggja eða treysta skilning á okkar á lántöku og lánshæfismati.
Sérfræðingar á námskeiðinu koma frá lífeyrissjóðum, bönkum og lánshæfisfyrirtækjum. Þau koma með þekkingu á lántöku og lánshæfismati.
Fyrir hverja er námskeiðið
Opni háskólinn í HR og Fjármálavit unnu saman að gerð námskeiðsins sem er öllum opið.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur geti aukið fjármálalæsi sitt og þannig tekið upplýstari ákvarðanir í fjármálum, með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.
Námskeiðið er eitt af þremur um Fjármálalæsi, en þau eru
- Fjármál heimilisins
- Sparnaður og fjárfestingar
- Lán og lánshæfi
Námskeiðin eru fyrir þau sem vilja auka skilning sinn á þessum viðfangsefnum. Þeim er ætlað að byggja upp þekkingu þátttakenda á þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa helst að styrkja þekkingu sína í.
Hægt er að kaupa hvert námskeið stakt eða kaupa þau saman í braut.
Skipulagið
Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim. Kristján Arnarsson tekur á móti þátttakendum, segir frá skipulaginu og leiðir inn sérfræðingana sem segja frá og auka skilning þátttakenda á sparnaði og fjárfestingum.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans í HR.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið