Home/Fjármálalæsi – Fjármál heimilisins
100% fjarnám Stafrænt fjarnám Persónuleg þróun

Stafræn námskeið

Fjármálalæsi - Fjármál heimilisins

Heimili eru af ólíkum stærðum og gerðum. Þarfir og umfang þeirra eru ólík. Langanir og draumar eru ólíkir. En öll heimili hafa tekjur og öll heimili hafa útgjöld. Eftir því sem meira verður eftir af tekjunum geta peningarnir nýst í fleira en hefðbundin grunnútgjöld. 

Þetta námskeið um fjármál heimilsins, fjallar að ná yfirsýn yfir tekjur og gjöld til að auðvelda okkur það að ná markmiðum og uppfylla drauma. 

Fjármálalæsi stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.

Stafrænt nám

Sveigjanlegar dagsetningar
Verð
15.000 kr.
Lengd:

Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Heimili eru af ólíkum stærðum og gerðum. Þarfir og umfang þeirra eru ólík. Langanir og draumar eru ólíkir. En öll heimili hafa tekjur og öll heimili hafa útgjöld. Eftir því sem meira verður eftir af tekjunum geta peningarnir nýst í fleira en hefðbundin grunnútgjöld. 

Þetta námskeið um fjármál heimilsins, fjallar að ná yfirsýn yfir tekjur og gjöld til að auðvelda okkur það að ná markmiðum og uppfylla drauma. 

Fjármálalæsi stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.

Um námskeiðið

Áhugi og löngun til að hafa góða yfirsýn og góðan skilning á fjármálum heimilisins eru persónubundin. Á þessu stafræna námskeiði um fjármál heimilsins er unnið með viðfangsefni sem hafa áhrif á heimilisbókhaldið.

Á námskeiðinu segja sérfræðingar frá og útskýra

 • Heimilisbókhald
 • Launaseðil og skatta
 • Skatthlufall og skattstofn
 • Lífeyrissjóði
 • Tryggingar
 • Verðbólgu

Í hverjum kafla námskeiðsins segja sérfræðingar frá þeim lykilatriðum sem við þurfum að kunna. Í hverjum kafla fáum við verkefni og æfingar til að fást við til að byggja eða treysta skilning á þessum viðfangsefnum. 

Sérfræðingar á námskeiðinu koma frá lífeyrissjóðum, stéttarfélögum, Umboðsmanni skuldara. Þau koma með þekkingu á tryggingum og þau koma með þekkingu á verðbólgu og verðtryggingu. 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er fyrir okkur öll. Það eru Opni háskólinn í HR og Fjármálavit sem unnu saman að gerð námskeiðsins. 

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur geti aukið fjármálalæsi sitt og þannig tekið upplýstari ákvarðanir í fjármálum, með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.

Námskeiðið er eitt af þremur um Fjármálalæsi, en þau eru

 1. Fjármál heimilisins
 2. Sparnaður og fjárfestingar
 3. Lán og lánshæfi

Námskeiðin eru fyrir þau sem vilja auka skilning sinn og á grunni þessara námskeiða má halda áfram að byggja upp þekkingu og færni í þeim þáttum fjármála sem okkur þykja áhugaverðust, mikilvægust, erfiðust, skemmtilegust, leiðinlegust - en okkur finnst við þurfa að kunna betur, okkur í hag.

Skipulagið

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim. 

Það er Kristján Arnarson sem tekur á móti þátttakendum, segir frá skipulaginu og leiðir inn sérfræðingana sem segja frá og auka skilning okkar á ólíkum liðum í fjármálum heimila.

Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans í HR.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið

Leiðbeinendur

Sara  Jasonardóttir);

Sara Jasonardóttir

Verkefnastjóri fræðslu og kynningarmála hjá umboðsmanni skuldara

Hrafn Guðlaugsson);

Hrafn Guðlaugsson

Sölu- og þjónustustjóri hjá Sjóvá

Eiríkur Ásþór Ragnarsson);

Eiríkur Ásþór Ragnarsson

Hagfræðingur hjá Frontier Economics

Kristján  Arnarsson);

Kristján Arnarsson

Stærðfræðikennari og MS í fjármálum fyrirtækja

Snædís Ögn Flosadóttir);

Snædís Ögn Flosadóttir

Framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ, rekstrarstjóri Lífeyrisauka

Deila námskeiði:

Go to Top