Home/Breytingastjórnun
Stjórnun og leiðtogafærni

Stjórnun

Breytingastjórnun

Breytingar reyna oft meira á þolrifin en ætla má í fyrstu. Á þessu námskeiði verða kynntir til sögunnar þættir sem tengjast bæði skipulagi og mannlegri hegðun.

Staðnám

Námskeið hefst
22. febrúar 2023 - kl. 09:00
Verð
69.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Breytingar reyna oft meira á þolrifin en ætla má í fyrstu. Á þessu námskeiði verða kynntir til sögunnar þættir sem tengjast bæði skipulagi og mannlegri hegðun.

Um námskeiðið

Breytingastjórnun tengist bæði skipulagi og mannlegri hegðun. Í breytingaferli er afar mikilvægt að skýr sýn sé til staðar, að rétt sé staðið að upplýsingagjöf og að áfangar breytinga séu vel skilgreindir.

Á þessu námskeiði læra nemendur að stýra skipulagsheildum og starfsfólki í gegnum ferlið. Lögð er áhersla á væntingastjórnun og viðbrögð við afleiðingum þess óvissuástands sem breytingar hafa gjarnan í för með sér. Ennfremur er stuttlega komið inn á krísustjórnun. 

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

  • Kunna skil á helstu þáttum er varða skipulag og mannlega þætti breytingarstjórnunar
  • Hafa öðlast yfirsýn yfir helstu þætti breytingaferlisins og geta skilgreint krítíska þætti
  • Hafa fengið æfingu í því að takast á við helstu áskoranir breytingastjórnunar

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast færni í að stýra breytingum á sem farsælastan hátt.

Skipulagið

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verð

69.000 kr

Verkefnastjóri

Íris Bjarnadóttir

irisbja@ru.is

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna  Jónsdóttir);

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta

Deila námskeiði:

Go to Top