
Stafræn námskeið
Breytingar á löggjöf verðbréfamarkaðsréttar
Endurmenntun vegna verðbréfaréttinda
Stafrænt nám
2 klst
Stutt lýsing
Endurmenntun vegna verðbréfaréttinda
Um námskeiðið
Yfirlit yfir lagabálka og afleidda löggjöf
Undanfarið hafa orðið töluverðar breytingar á löggjöf á sviði verðbréfamarkaðsréttar vegna innleiðingar á Evrópulöggjöf. Fyrir breytinguna voru aðallega tvenn lög sem giltu á sviðinu: lög um verðbréfaviðskipti og kauphallir. Eftir breytinguna gilda fjöldinn allur af lagabálkum og ógrynni af reglugerðum, reglum og viðmiðunarreglum evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA). Það getur því verið stundum flókið og erfitt að átta sig á hvaða reglur gilda hverju sinni á þessu sviði.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingarnar á löggjöfinni og gefið stutt yfirlit yfir alla þá lagabálka sem gilda í dag, ásamt afleiddri löggjöf. Markmiðið er ekki að fara ítarlega yfir alla löggjöfina heldur sýna heildarmyndina og útskýra helstu atriði í hverri löggjöf.
Námskeiðið jafngildir 2 klst. í endurmenntun hjá þeim sem hafa verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum)
Þeim sem öðlast hafa verðbréfaréttindi er skylt að sækja reglulega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum. Endurmenntun vegna verðbréfaréttinda skal að lágmarki svara til sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili sem skulu vera staðfestar, t.d. með skriflegri staðfestingu námskeiðshaldara eða frá viðkomandi háskóla ef um er að ræða kennslustörf eða fyrirlestrahald á háskólastigi.
Endurmenntunin skal ná til einhverra þeirra greina sem verðbréfaréttindaprófið prófar úr og skal að lágmarki tveimur klukkustundum varið í endurmenntun um lög og reglur á fjármálamarkaði
Endurmenntunartímabil þeirra sem öðlast hafa réttindi hefst 1. janúar árið eftir að þau voru veitt.
Þeir sem hafa verðbréfaréttindi skulu halda skrá um endurmenntun sína og afhenda prófnefnd verðbréfaréttinda hana, á því formi sem nefndin ákveður, óski nefndin eftir því.
Í 8. og 9. gr. reglugerðar um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021, er nánar fjallað um endurmenntun vegna verðbréfaréttindaprófs.
Fyrir hverja er námskeiðið
Fyrir þá sem hafa öðlast verðbréfaréttindi. Þeim er skylt að sækja reglulega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum.
Skipulagið
Námskeið er stafrænt. Það er alltaf opið og hver þátttakandi vinnur á sínum tíma og hraða.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Þeir sem hafa verðbréfaréttindi skulu skrá upplýsingar um endurmenntun sína á Ísland.is, sjá nánar hér.
Verkefnastjóri
Íris Bjarnadóttir
irisbja@ru.is