
Styttri námskeið
Að leiða breytingar á farsælan hátt
Breytingastjórnun í anda bókarinnar Switch, How To Change Things When Change Is Hard
Staðnám
Stutt lýsing
Breytingastjórnun í anda bókarinnar Switch, How To Change Things When Change Is Hard
Um námskeiðið
Á þessu námskeiði munu þátttakendur læra aðferðarfræði breytingarstjórnunar úr bókinni Switch, How To Change Things When Change Is Hard.
Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:
Hafa öðlast djúpa innsýn í fjölþættar leiðir til árangurs við innleiðingu breytinga.
Hafa fengið verkfæri sem styðja við farsælar breytingar.
Geta náð auknum árangri við breytingar, hvort sem þær eru persónubundnar, tengdar vinnu eða samfélaginu.
Um Switch
Bókin Switch, skrifuð af Dan og Chip Heath, var gefin úr árið 2010 og hefur selst í milljónum eintaka. Bókin var efst á bóksölulistum í Bandaríkjunum og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. Bókin er ein af mörgum bókum þess tíma þar sem atferli var að fá aukna athygli með tilheyrandi árangri. Bókin fjallar um níu ólíkar aðferðir sem stuðla að farsælum breytingum, en með því að beita þeim öllum aukast líkur á árangri töluvert. Þessar níu aðferðir dragast síðan saman í þrjár stjörnur bókarinnar, þ.e. fílinn, knapann og veginn, sem gefa mjög góðan skilning á viðfangsefninu.
Námskeiðið byggir á þeim góða grunni sem má finna í Switch auk þess sem bætt verður við dæmisögum úr íslensku viðskiptalífi, rannsóknum og á reynslusögum kennara.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vilja ná árangri í breytingum, hvort sem breytingarnar snúa að samfélaginu, vinnustaðnum eða einkalífi.
Skipulagið
Námskeiðið er 16 klst. og er kennt eftirfarandi daga kl. 09:00-12:00
Miðvikudaginn - 10.05.2023
Miðvikudaginn - 17.05.2023
Miðvikudaginn - 24.05.2023
Miðvikudaginn - 31.05.2023
Kennsluaðferðin samanstendur af frásögn, samvinnuverkefnum, vinnustofuæfingum í tímum og æfingum sem þátttakendur spreyta sig á í raunheimum milli kennslustunda
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Verð
115.000 kr
Verkefnastjóri
Íris Bjarnadóttir
irisbja@ru.is