Home/Ábyrgð og árangur stjórnarmanna
Stjórnun og leiðtogafærni Persónuleg þróun Fjármál og rekstur

Lengri námslínur

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.

Staðnám

Námskeið hefst
27. september 2023 - kl. 09:00
Verð
249.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.

Um námskeiðið

Einstaklingar sem sitja í stjórnum verða að kunna skil á góðum stjórnarháttum enda fylgir stjórnarsetu mikil ábyrgð. Þátttakendur í námslínunni læra um hlutverk stjórna út frá rekstri, lögum, teymisvinnu, siðfræði, samfélagsábyrgð og mörgum öðrum þáttum.
Þessi þekking gerir þá einstaklega vel í stakk búna til að sinna stjórnarsetu af fagmennsku.

Meðal þess sem fjallað er um:

  • Árangursríka stjórnarfundi og afmörkun starfsheimilda
  • Skráning félaga á verðbréfamarkað
  • Samskipti við hluthafa
  • Verkaskiptingu milli hluthafafundar, stjórnar og framkvæmdastjóra
  • Áhættustýringu
  • Hlutverk stefnumótunar
  • Réttarheimilidir og lagalega ábyrgð stjórna
  • Innleiðingu ábyrgra starfshátta
  • Lykilþætti árangursríkrar teymisvinnu

Um stjórnir

Vitundarvakning um góða stjórnarhætti hefur aukist á undanförnum árum. Stjórn félags fer með æðsta vald þess á milli hluthafafunda og sér til þess að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn skal jafnframt stuðla að viðgangi félags og langtímaárangri og hafa eftirlit með daglegum rekstri þess.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið er kjörið fyrir stjórnarmenn fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskyldra aðila samkvæmt skilyrðum Fjármálaeftirlitsins sem og þeim sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Skipulagið

Námslínan er alls 24 klukkustundir. Kennt er í átta námslotum, frá kl. 9 til 12.

Kennarar í námslínunni eru sjö talsins, hvert og eitt með sína sérfræðiþekkingu á mikilvægum þáttum tengdum stjórnarsetu. Þau eru ráðgjafar, endurskoðendur, mannauðsstjórar og viðskiptasiðfræðingar, rannsakendur og lögmenn. Í einstaka lotum koma jafnframt gestafyrirlesarar.

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir);

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Lögfræðingur og ráðgjafi

Almar  Guðmundsson);

Almar Guðmundsson

B.s. í hagfræði og MBA

Ketill Berg  Magnússon);

Ketill Berg Magnússon

Mannauðsstjóri Marel á Íslandi

Kristrún  Helga Ingólfsdóttir);

Kristrún Helga Ingólfsdóttir

Löggiltur endurskoðandi og MBA.

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson);

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson

Dósent við viðskiptadeild HÍ. PhD

Magnús Hrafn Magnússon);

Magnús Hrafn Magnússon

Hæstaréttarlögmaður

Dr. Þóranna  Jónsdóttir);

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta

Deila námskeiði:

Go to Top