Opni háskólinn og atvinnulífið

Námið við Opna háskólann í HR svarar kröfum íslenskra fyrirtækja um nýjustu þekkinguna hverju sinni enda eru námskeiðin þróuð í samstarfi við atvinnulífið.

Virkt samstarf um þróun náms

Opni háskólinn í HR er í virku samstarfi við öll helstu fagfélög á sviði tækni, viðskipta og laga. Með samstarfinu eru þarfir atvinnulífsins greindar og sérfræðingar og stjórnendur geta með beinum hætti haft áhrif á námskeiðsframboðið.

Fagráð Opna háskólans í HR

Mörg námskeið Opna háskólans eru skipulögð í fagráðum sem eru skipuð sérfræðingum úr akademískum deildum HR, sérfræðingum úr atvinnulífinu, fulltrúum fagfélaga og fyrrum nemendum HR.