Námskeið
Námsframboð samanstendur af 16 löngum námslínum, styttri námskeiðum og sérsniðnum lausnum fyrir atvinnulífið.
Námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Leiðbeinendur eru ýmist sérfræðingar akademískra deilda Háskólans í Reykjavík, fulltrúar atvinnulífsins eða erlendir gestafyrirlesarar.
Vissir þú…
Viðskiptavinir okkar eru annars vegar sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur í starfi og efla persónulega færni og hins vegar fyrirtæki og stofnanir sem leita til okkar eftir heildarlausnum á sviði fræðslumála með fjárfestingu í mannauði og verðmætasköpun að leiðarljósi.
Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu. Opni háskóli HR býr yfir frábærri aðstöðu, skemmtilegu andrúmslofti, góðu utanumhaldi og námi sem hentar með vinnu og fjölskyldulífi.
Um námið
Lengri námslínur Opna háskólans í HR eru allt frá einni önn að einu ári og henta vel samhliða starfi. Meginmarkmið lengri námslína er að veita þátttakendum viðurkenningu í sínu fagi og auka þekkingu þeirra og færni innan ákveðinna fagsviða.